Handbolti

Alfreð búinn að fara illa með Guðmund í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmnundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen.
Guðmnundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Alfreð Gíslason gerði Kiel að þýskum meisturum í handbolta í fjórða sinn á fimm árum í kvöld þegar liðið vann sex marka sigur á  Rhein-Neckar Löwen í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.

Alfreð var þarna að mæta landa sínum og fyrrum herbergisfélaga sínum í íslenska landsliðinu, Guðmundi Guðmundssyni sem þjálfar lið Rhein-Neckar Löwen.  

Það er óhætt að segja að Alfreð sé búinn að fara illa með Guðmund í innbyrðisleikjum þeirra í vetur. Kiel hefur haft mikla yfirburði í báðum leikjum og í raun tekið Löwen-liðið tvisvar í kennslustund.

Kiel vann 11 marka sigur í fyrri leiknum, 28-17, sem fram fór á heimavelli Rhein-Neckar Löwen í lok nóvember.

Kiel hafði mikla yfirburði í kvöld og var komið ellefu mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik. Þá fóru leikmenn Kiel líklega að hugsa um fögnuðinn eftir leik því Löwen lagaði stöðuna í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×