Handbolti

Yfir í 59 mínútur en töpuðu gullinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad töpuðu í dag fyrir Drott í úrslitaleik sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Leiknum lauk með dramatískum sigri Drott, 28-27, þar sem að Magnus Persson tryggði liðinu sigur með marki á lokasekúndu leiksins.

Kristianstad var með forystu í leiknum fram á lokamínútuna er Drott komst yfir, 27-26, þrátt fyrir að hafa verið manni færri. Kristianstad jafnaði en Drott tryggði sér sigur í lokasókn leiksins.

Leikurinn fór fram í Gautaborg en þess má geta að Sävehof varð meistari í kvennaflokki eftir sigur á Lugi í úrslitaleik, 38-34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×