Gjaldeyrishöftin viðvarandi án breytinga á Landsbankabréfum 30. apríl 2013 09:29 Ef ekki tekst að lengja skuldabréf Landsbankans eða endurfjármagna þau verða gjaldeyrishöftin viðvarandi á næstu árum. Sem stendur er afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans of þungur fyrir hagkerfið í heild. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að losun fjármagnshafta geti leitt til sveiflna í gengi krónunnar, gert fjármögnun ríkissjóðs dýrari og haft umtalsverð áhrif á lánasöfn og lausafjárstöðu bankanna. Auðseljanlegar krónueignir í höndum erlendra aðila nema nú 367 milljörðum kr., það eru svonefndar aflandskrónur auk um 85 milljarðar kr. sem eru lausar eignir innlánsstofnana í slitameðferð í krónum. Líklegt er að þessar eignir muni fljóta nokkuð skjótt út við losun hafta. Viðvarandi fjármagnshöft hafa viðskiptakostnað í för með sér sem eykst eftir því sem tíminn líður. Aukin hætta á bólumyndun innan hafta getur þá aukið kerfisáhættu sem grefur undan stöðugleika fjármálakerfisins ef ekkert er að gert. Flest bendir þó til þess að ábati af því að fara af varfærni í losunina sé enn sem komið er meiri en kostnaður við að viðhalda fjármagnshöftunum enn um sinn. Mikil endurfjármögnunaráhætta er í erlendum gjaldmiðlum. Áætlaðar afborganir af erlendum lánum innlendra aðila, annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans, fram til ársins 2018 eru þungar. Áætlaðar afborganir fara úr 87 milljörðum kr. árið 2014 í 128 milljarða kr. árið 2015 þegar afborganir af skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans hefjast af fullum þunga. Til samanburðar er áætlað að undirliggjandi viðskiptaafgangur ársins 2012 hafi verið 52 milljarðar kr. Verði viðskiptaafgangur á næstu árum svipaður og hann hefur verið á sl. árum, um 3-3,5% af landsframleiðslu, þurfa aðrir aðilar en ríkissjóður og Seðlabanki að endurfjármagna sem nemur um 265 milljarða kr. fram til ársins 2018. Afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans er of þungur fyrir hagkerfið í heild. Lengja verður í bréfunum eða endurfjármagna þau. Án lengingar eða umtalsverðrar endurfjármögnunar er ljóst að ekkert svigrúm er til þess að nýta viðskiptaafgang í því skyni að hleypa út krónueignum erlendra aðila á næstu árum. Samspil losunar hafta og endurgreiðslna á erlendum lánum er helsta áhættan í kerfinu. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Ef ekki tekst að lengja skuldabréf Landsbankans eða endurfjármagna þau verða gjaldeyrishöftin viðvarandi á næstu árum. Sem stendur er afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans of þungur fyrir hagkerfið í heild. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að losun fjármagnshafta geti leitt til sveiflna í gengi krónunnar, gert fjármögnun ríkissjóðs dýrari og haft umtalsverð áhrif á lánasöfn og lausafjárstöðu bankanna. Auðseljanlegar krónueignir í höndum erlendra aðila nema nú 367 milljörðum kr., það eru svonefndar aflandskrónur auk um 85 milljarðar kr. sem eru lausar eignir innlánsstofnana í slitameðferð í krónum. Líklegt er að þessar eignir muni fljóta nokkuð skjótt út við losun hafta. Viðvarandi fjármagnshöft hafa viðskiptakostnað í för með sér sem eykst eftir því sem tíminn líður. Aukin hætta á bólumyndun innan hafta getur þá aukið kerfisáhættu sem grefur undan stöðugleika fjármálakerfisins ef ekkert er að gert. Flest bendir þó til þess að ábati af því að fara af varfærni í losunina sé enn sem komið er meiri en kostnaður við að viðhalda fjármagnshöftunum enn um sinn. Mikil endurfjármögnunaráhætta er í erlendum gjaldmiðlum. Áætlaðar afborganir af erlendum lánum innlendra aðila, annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans, fram til ársins 2018 eru þungar. Áætlaðar afborganir fara úr 87 milljörðum kr. árið 2014 í 128 milljarða kr. árið 2015 þegar afborganir af skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans hefjast af fullum þunga. Til samanburðar er áætlað að undirliggjandi viðskiptaafgangur ársins 2012 hafi verið 52 milljarðar kr. Verði viðskiptaafgangur á næstu árum svipaður og hann hefur verið á sl. árum, um 3-3,5% af landsframleiðslu, þurfa aðrir aðilar en ríkissjóður og Seðlabanki að endurfjármagna sem nemur um 265 milljarða kr. fram til ársins 2018. Afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans er of þungur fyrir hagkerfið í heild. Lengja verður í bréfunum eða endurfjármagna þau. Án lengingar eða umtalsverðrar endurfjármögnunar er ljóst að ekkert svigrúm er til þess að nýta viðskiptaafgang í því skyni að hleypa út krónueignum erlendra aðila á næstu árum. Samspil losunar hafta og endurgreiðslna á erlendum lánum er helsta áhættan í kerfinu.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira