Körfubolti

Hlynur valinn varnarmaður ársins

Hlynur í leik með Sundsvall.
Hlynur í leik með Sundsvall. Mynd/Valli

Hlynur Bæringsson var í dag valinn besti varnarmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þetta er mikill heiður fyrir Hlyn sem leikur með Sundsvall Dragons.

Þjálfarinn hans, Peter Öqvist sem einnig þjálfar íslenska landsliðið, var valinn þjálfari ársins en tilkynnt var um þessar útnefningar fyrir leik Sundsvall og Södertalje en þau eigast nú við í úrslitum deildarinnar.

Hlyni er sérstaklega hrósað fyrir að standa sig vel gegn sér stærri mönnum og að barátta hans og fórnfýsi skili miklu til hans liðs.

"Hann fórnar öllu fyrir liðið," segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.