Viðskipti innlent

Nýr dómari tekur við Al-Thani málinu

Símon Sigvaldason mun taka við sem dómari í al-Thani málinu svokallaða auk þess sem fyrirhugað er að aðalmeðferð málsins fari fram í október en ekki í febrúar á næsta ári eins og talið var. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Símon tekur við málinu af Pétri Guðgeirssyni sem er að fara í veikindaleyfi.

Málinu var frestað fyrir nokkru þar sem Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, verjendur þeirra Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, eins stærsta hluthafa Kaupþings, sögðu sig frá málinu þar sem þeir töldu skjólstæðinga sína ekki fá réttláta málsmeðferð fyrir dómi.

Sigurður, Ólafur auk Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar hafa verið eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik og markaðssvik  í tengslum við kaup Sheikh Mohamed Khalifa Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi í september 2008.

Ráðgert er að aðalmeðferð hefjist 21. október næstkomandi samkvæmt fréttastofu RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×