Viðskipti innlent

Eignir bankanna orðnar 2,945 milljarðar

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.945,2 milljörðum kr. í lok mars s.l. og hækkuðu um 14,3 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að af heildareignum námu innlendar eignir 2.549,5 milljörðum kr. og hækkuðu um 16,3 milljarða kr. Erlendar eignir innlánsstofnana námu 395,7 milljörðum kr. og lækkuðu um 2 milljarða kr. í mars.

Skuldir innlánsstofnana námu 2.420,5 milljörðum kr. í lok mars og lækkuðu um 6,1 milljarð kr. í mánuðinum. Innlendar skuldir námu 2.292 milljarða kr. og hækkuðu um 1,3 milljarða kr. Erlendar skuldir innlánsstofnana námu 128,5 milljörðum kr. og hækkuðu um 4,8 milljarða kr. í mars.

Eigið fé innlánsstofnana nam 524,7 milljörðum kr. í lok mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×