Viðskipti innlent

Starfsmaður slitastjórnar Kaupþings ráðinn fjármálastjóri Coast

Páll Ólafsson starfsmaður slitastjórnar Kaupþings hefur verið ráðinn fjármálastjóri bresku tískuverslanakeðjunnar Coast.

Fjallað er um málið á vefsíðu Bloomberg fréttaveitunnar. Þar segir að Páll muni hefja störf í júní en hann hefur átt sæti í stjórn Coast fyrir Kaupþing að undanförnu.

Páll starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 2003 en hann var ráðinn til skilanefndar Kaupþings árið 2009 til að sjá um tískuverslanir í eigu þrotabúsins. Hann hefur m.a. setið í stjórn Aurora.

Coast verslunarkeðjan er með um 40 verslanir í Bretlandi og rekur yfir 100 útbú í Evrópu, Asíu, Ástralíu, Mið Austurlöndum og víðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×