Viðskipti innlent

Tíu stærstu eigendur VÍS eiga rúmlega 66% hlutfjár

Klakki ehf er áfram langstærsti eigandi VÍS en listi með 20 stærstu eigendum félagsins hefur verið birtur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Klakki er með tæplega 31% hlutafjár. Næststærsti eigandinn er Hagamelur ehf í eigu þeirra Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar með tæplega 10% hlut. Í þriðja sæti er sjóðurinn ARIO Hedge með rúmlega 8% hlut.

Aðrir stórir hluthafar eru m.a. Landsbankinn hf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Straumur og Arion Banki. Alls fara 10 stærstu eigendur með rúmlega 66% hlut í VÍS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×