Dómari rekinn úr húsi fyrir mótmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 08:00 Davíð Tómas dæmir fyrri tæknivilluna á Jón Guðmundsson á sunnudag. Leikmenn Hauka og Keflavíkur fylgjast með. Mynd/Karfan.is Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík. „Mér var bara vísað úr húsi sem þjálfara," sagði Jón þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. Jón þjálfar 10. flokk stúlkna hjá Keflavík sem mætti Haukum í úrslitum á Íslandsmótinu. Í öðrum leikhluta mótmælti Jón því þegar dæmt var sóknarbrot á leikmann í sínu liði. „Ég mótmælti mjög dónalega í leiknum og verðskuldaði tæknivillu," segir Jón. Hann hélt áfram að mótmæla dómnum, uppskar aðra tæknivillu og var reglum samkvæmt vikið úr húsi. „Það sem var verst við þennan brottrekstur hjá mér var að stelpurnar þurftu að klára leikinn í tvo og hálfan leikhluta sjálfar. Það fékk enginn pabbi eða annar úr stúkunni að aðstoða þær," segir Jón. Enginn skráður aðstoðarþjálfari var á skýrslu Keflavíkurliðsins og voru dómararnir harðir á því að enginn fengi að leiðbeina stelpunum, sem eru á sextánda aldursári, af bekknum.Stúlkurnar hans Jóns hlýða á þjóðsönginn fyrir leikinn gegn Haukum.Mynd/Karfan.isJón bendir á að dómarar og þjálfarar sjái iðulega í gegnum fingur sér í leikjum í yngri flokkum. „Í yngri flokka þjálfun er það oft þannig að þegar þú mætir með 14-15 leikmenn þá færðu að vera með þá alla á skýrslu jafnvel þótt það megi samkvæmt reglunum aðeins vera tólf," segir Jón. Haukar unnu leikinn með fjórum stigum 38-34 en Keflavíkurstelpur eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki látið deigan síga þjálfaralausar. Jón viðurkennir sök þína þótt hann sé ósáttur við dóminn. „Ég mun aldrei reyna að hvítþvo mig af því að hafa verið rekinn út úr húsi," segir Jón.Jón Guðmundsson í Röstinni á sunnudaginn.Mynd/DaníelDavíð Tómas Tómasson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leikinn sem fram fór í DHL-hölllinni í Vesturbænum. Það kom í hlut Davíðs Tómasar að vísa Jóni úr húsi. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er lítið og þess heldur samfélag dómara. Þar þekkjast menn vel og hafa þeir Davíð Tómas og Jón dæmt margan leikinn saman. Jón hafði ekki heyrt hljóðið í Davíð Tómasi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. „Ég átti von á því að hann myndi hringja í mig í gær (sunnudag) en hann gerði það ekki. Hvort sem það verður í dag eða á morgun þá munum við tala saman. Annað er óhjákvæmilegt. Við erum að dæma saman og munum dæma saman," segir Jón. Hann telur að atvikið muni ekki hafa áhrif á störf sín sem dómari. Þótt hann sé pollrólegur sem dómari þá hafi hann skap sem þjálfari. Það fylgi þessu. „Nei, ég læt þetta ekkert hafa áhrif á mig. Ég er auðvitað svekktur fyrir hönd stelpnanna en ég kem til með að vinna með þessum mönnum sem dæmdu hjá mér í gær. Auðvitað var ég ekki sáttur eftir leikinn. Það verður bara að viðurkennast. Ég fór ekkert og tók í höndina á þeim eftir leikinn," segir Jón. Jón Björn Ólafsson, umsjónarmaður vefsíðunnar Karfan.is, fylgdist með gangi mála í úrslitum yngri flokka um helgina og fjallaði um viðureign Hauka og Keflavíkur sem og annarra leikja. Umfjöllun um leikinn sem fjallað er um að ofan má sjá hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík. „Mér var bara vísað úr húsi sem þjálfara," sagði Jón þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. Jón þjálfar 10. flokk stúlkna hjá Keflavík sem mætti Haukum í úrslitum á Íslandsmótinu. Í öðrum leikhluta mótmælti Jón því þegar dæmt var sóknarbrot á leikmann í sínu liði. „Ég mótmælti mjög dónalega í leiknum og verðskuldaði tæknivillu," segir Jón. Hann hélt áfram að mótmæla dómnum, uppskar aðra tæknivillu og var reglum samkvæmt vikið úr húsi. „Það sem var verst við þennan brottrekstur hjá mér var að stelpurnar þurftu að klára leikinn í tvo og hálfan leikhluta sjálfar. Það fékk enginn pabbi eða annar úr stúkunni að aðstoða þær," segir Jón. Enginn skráður aðstoðarþjálfari var á skýrslu Keflavíkurliðsins og voru dómararnir harðir á því að enginn fengi að leiðbeina stelpunum, sem eru á sextánda aldursári, af bekknum.Stúlkurnar hans Jóns hlýða á þjóðsönginn fyrir leikinn gegn Haukum.Mynd/Karfan.isJón bendir á að dómarar og þjálfarar sjái iðulega í gegnum fingur sér í leikjum í yngri flokkum. „Í yngri flokka þjálfun er það oft þannig að þegar þú mætir með 14-15 leikmenn þá færðu að vera með þá alla á skýrslu jafnvel þótt það megi samkvæmt reglunum aðeins vera tólf," segir Jón. Haukar unnu leikinn með fjórum stigum 38-34 en Keflavíkurstelpur eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki látið deigan síga þjálfaralausar. Jón viðurkennir sök þína þótt hann sé ósáttur við dóminn. „Ég mun aldrei reyna að hvítþvo mig af því að hafa verið rekinn út úr húsi," segir Jón.Jón Guðmundsson í Röstinni á sunnudaginn.Mynd/DaníelDavíð Tómas Tómasson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leikinn sem fram fór í DHL-hölllinni í Vesturbænum. Það kom í hlut Davíðs Tómasar að vísa Jóni úr húsi. Körfuboltasamfélagið á Íslandi er lítið og þess heldur samfélag dómara. Þar þekkjast menn vel og hafa þeir Davíð Tómas og Jón dæmt margan leikinn saman. Jón hafði ekki heyrt hljóðið í Davíð Tómasi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. „Ég átti von á því að hann myndi hringja í mig í gær (sunnudag) en hann gerði það ekki. Hvort sem það verður í dag eða á morgun þá munum við tala saman. Annað er óhjákvæmilegt. Við erum að dæma saman og munum dæma saman," segir Jón. Hann telur að atvikið muni ekki hafa áhrif á störf sín sem dómari. Þótt hann sé pollrólegur sem dómari þá hafi hann skap sem þjálfari. Það fylgi þessu. „Nei, ég læt þetta ekkert hafa áhrif á mig. Ég er auðvitað svekktur fyrir hönd stelpnanna en ég kem til með að vinna með þessum mönnum sem dæmdu hjá mér í gær. Auðvitað var ég ekki sáttur eftir leikinn. Það verður bara að viðurkennast. Ég fór ekkert og tók í höndina á þeim eftir leikinn," segir Jón. Jón Björn Ólafsson, umsjónarmaður vefsíðunnar Karfan.is, fylgdist með gangi mála í úrslitum yngri flokka um helgina og fjallaði um viðureign Hauka og Keflavíkur sem og annarra leikja. Umfjöllun um leikinn sem fjallað er um að ofan má sjá hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira