Viðskipti innlent

Segir að samtöl hafi verið hleruð hjá röngum manni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Það er dapurlegt að horfa upp á það hvernig verjendur hafa hagað sér,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara. Hann segir þó að dómari hafi ekki getað komist að annarri niðurstöðu en að fresta málinu um ótiltekinn tíma úr því sem komið var.

Pétur Guðgeirsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, ákvað í morgun að fresta al-Thani málinu um ótiltekinn tíma um leið og hann skipaði Sigurði Einarssyni og Ólafi Ólafssyni, tveimur sakborninga, nýja verjendur í stað Gests Jónssonar og Ragnars Hall. Þeir Gestur og Ragnar sögðu sig frá málinu vegna ágalla á málsmeðferð þess á rannsóknarstigi og eftir að ákæra var gefin út.

Ólafur Ólafsson bendir á að sérstakur saksóknari hafi gerst sekur um ýmiss mistök við meðferð málsins. Til dæmis hafi verið hleruð samtöl hjá röngum manni. Það sé þó gegn sínum hagsmunum að málið dragist. „Ég vil ekki sitja undir þessu máli endalaust,“ segir Ólafur. Hins vegar skilji hann ákvörðun verjanda síns.

„Ég reyndi ekki að telja Ragnar ofan af þessu. Ég ber virðingu fyrir því þegar menn standa upp og synda gegn straumnum og berjast gegn því sem er að gerast í samfélaginu,“ segir Ólafur meðal annars.

Horfa á viðtalið við Ólaf hér, en einnig samtöl við Björn Þorvaldsson og Hreiðar Má Sigurðsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×