Viðskipti innlent

Strax búin að fá viðbrögð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hótelinu er hrósað fyrir samspil hönnunar við umhverfið.
Hótelinu er hrósað fyrir samspil hönnunar við umhverfið.
Lúxushótelið Ion á Nesjavöllum er til umfjöllunar í nýjasta tölublaði tímaritsins Wallpaper sem kom út í dag.

Hótelinu er hrósað fyrir samspil hönnunar við umhverfið og segir Sigurlaug Sverrisdóttir framkvæmdastjóri að síminn sé strax byrjaður að hringja í kjölfar greinarinnar.

„Þetta er önnur af tveimur greinum sem eiga að koma í blaðinu og rosa stórt skref fyrir okkur. Við erum strax búin að fá viðbrögð utan úr heimi, bæði fyrirspurnir og bókanir.“

Sigurlaug segir hótelið hafa verið mikið til umfjöllunar í erlendum blöðum, jafnvel áður en það opnaði, og þá aðallega vegna arkítektúrsins og stefnu hótelsins með sjálfbærni og endurunnar vörur.“

„Það eru búnar að koma greinar í Daily Telegraph, New York Times, Traveler Magazine og fleirum og þetta er klárlega að skila sér. Ég held það séu ekki mörg hótel sem geta státað sig af því að opna og vera með 85 prósent nýtingu fyrstu tvo mánuðina. Það var bara fullt hús frá því við opnuðum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×