Viðskipti innlent

Gistinóttum fjölgaði um 15%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gistinóttum fjölgaði um 15,1% á nýliðnu ári og voru 3,7 milljónir, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Gistinætur erlendra ríkisborgara voru 77% af heildarfjölda gistinátta sem er 18% aukning frá árinu 2011. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 6% milli ára. 

Eins og undanfarin ár gistu Þjóðverjar hér flestar nætur, þá Bretar og svo Bandaríkjamenn. Gistinóttum Kínverja fjölgaði hlutfallslega mest í samanburði við árið 2011 eða  um 72%.

Flestar gistinætur voru á hótelum og gistiheimilum eða 72%, á tjaldsvæðum um 14% og 14% á öðrum tegundum gististaða. Gistinóttum fjölgaði á öllum tegundum gististaða nema svefnpokagististöðum og í skálum í óbyggðum. Þá fjölgaði gistinóttum á öllum landsvæðum, hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu, Austurlandi og Vestfjörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×