Viðskipti innlent

Velta erlendra greiðslukorta jókst um 37,5% í mars

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í mars s.l.  var 5,2 milljarðar kr. sem er aukning um 37,5% miðað við sama mánuð í fyrra í fyrra.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Mikil aukning hefur verið á erlendu kortaveltunni frá áramótum enda hefur ferðamenn á þessu tímabili fjölgað verulega miðað við fyrri ár.

Heildarvelta íslenskra debetkorta í mars var 29,4 milljarðar kr. sem er 4,4% minnkun miðað við sama mánuð í fyrra.

Heildarvelta kreditkorta í mars var 30,1 milljarður kr. sem er 3,4% aukning miðað við sama mánuð árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×