Viðskipti innlent

Sex hjúkrunarheimili taka Sögu sjúkraskrá í notkun

Hluti af starfsmönnum TM Software
Hluti af starfsmönnum TM Software
Sex hjúkrunarheimili hafa að undanförnu tekið í notkun Sögu sjúkraskrárkerfi, hugbúnaðarlausn frá TM Software. Þau eru Hrafnista Reykjavík, Hrafnista Hafnarfirði, Droplaugarstaðir, Seljahlíð, Fellsendi og Ísafold í Garðabæ. Fjögur fyrstu hafa lokið innleiðingu en unnið er að innleiðingu hjá hinum.

Í tilkynningu segir að Saga sjúkraskrá hefur verið í notkun á hjúkrunarheimilum frá 2002, en lausnin er mest notaða sérhæfða hugbúnaðarkerfi landsins með um 9.000 notendur.

Hrafnista tók Sögukerfið í notkun 2010 á Hrafnistu í Kópavogi og ákvað í framhaldi af því að innleiða kerfið í Reykjavík og Hafnarfirði.

„Reynsla okkar af notkun Sögu á Hrafnistu í Kópavogi var mjög góð og ákvörðunin um að innleiða kerfið á Hrafnistu í Reykjavík og í Hafnarfirði því auðveld. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að Saga Sjúkraskrárkerfið sparar tíma, eykur yfirsýn yfir líðan heimilismanna og gerir hjúkrunarmeðferð markvissari, gerir öll gögn aðgengilegri og auðveldar upplýsingaflæði,“ segir Alma Birgisdóttir hjúkrunarforstjóri Hrafnistuheimilanna í tilkynningunni.

„Innleiðing á Sögukerfinu gekk mjög vel hjá okkur og reynslan þennan stutta tíma sem við höfum notað kerfið er mjög góð,“  segir Ingibjörg Ólafsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×