Viðskipti innlent

Optima og Microsoft í samstarf

Optima er komið í samstarf við Microsoft á vettvangi lausna fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Með þessu samstarfi getur Optima boðið fyrirtækjum allar lausnir Microsoft og stutt við bakið á þeim með þjónustu vottaðra Microsoft sérfræðinga sem starfa hjá Optima.

Í tilkynningu segir að með þessu samstarfi styrki Optima enn frekar stöðu sína sem markaðsleiðandi aðili á sviði skrifstofubúnaðar sem byggir á stöðluðum hugbúnaðarlausnum.

Þar með bætist Microsoft í hóp vörumerkja er tengjast Optima og eiga það sameiginlegt að vera fremst á sýnu sviði um allan heim.

„Með samstarfi þessu aukum við þjónustu og vöruúrval umtalsvert til viðskiptavina og getum nú boðið vörulínu Microsoft eins og hún leggur sig ásamt skrifstofubúnaði sem byggir á stöðluðum hugbúnaðarlausnum,“ segir Þorsteinn A. Guðnason framkvæmdastjóri Optima í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×