Viðskipti innlent

Ágæt sala á fasteignamarkaði borgarinnar

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu  í síðustu viku var 106. Þar af voru 73 samningar um eignir í fjölbýli, 23 samningar um sérbýli og 10 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar má sjá að fjöldi samninga í vikunni er næstum á pari við meðaltal þeirra á viku síðustu þrjá mánuði.

Heildarveltan var tæplega 3,6 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 33,7 milljónir króna. Þessar upphæðir eru einnig mjög nálægt vikumeðaltalinu undanfarna þrjá mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×