Viðskipti innlent

Gunnsteinn Ómarsson ráðinn bæjarstjóri Ölfuss

Á myndinni eru: Sigríður Lára Ásbergsdóttir, formaður bæjarráðs, Gunnsteinn R. Ómarsson og Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar.
Á myndinni eru: Sigríður Lára Ásbergsdóttir, formaður bæjarráðs, Gunnsteinn R. Ómarsson og Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Ölfuss hefur gengið frá ráðningu Gunnsteins R. Ómarssonar sem bæjarstjóra. Hann tekur til starfa frá og með 16. maí nk. til enda yfirstandandi kjörtímabils.

Í tilkynningu segir að Gunnsteinn R. Ómarsson sé 43 ára viðskiptafræðingur með mastersgráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum og hefur víðtæka stjórnunar- og rekstrareynslu, ekki síst á sveitarstjórnarstiginu, þar sem hann hefur áður starfað sem sveitarstjóri í um 6 ár. Gunnsteinn er giftur Berglindi Ósk Haraldsdóttur og eiga þau 4 dætur á leik- og grunnskólaaldri.

„Bæjarstjórn bindur miklar vonir við komu nýs bæjarstjóra en vill um leið þakka Ólafi Erni Ólafssyni, núverandi bæjarstjóra fyrir störf hans fyrir sveitarfélagið og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×