Viðskipti innlent

Fjarðabyggð og Nýherji framlengja samstarf

Sveitarfélagið Fjarðabyggð og Nýherji hafa skrifað undir áframhaldandi samstarf til þriggja ára um rekstur upplýsingatæknikerfa bæjarfélagsins.

Í tilkynningu segir að í samstarfinu felst að Nýherji mun áfram reka öll miðlæg tölvukerfi Fjarðabyggðar og sinna notendaþjónustu við starfsfólk bæjarfélagsins. Samhliða þessu hafa flest lykiltölvukerfi Fjarðabyggðar verið endurnýjuð og breidd þeirrar þjónustu sem Nýherji veitir bæjarfélaginu verið aukin.

„Starfsemi Fjarðabyggðar byggir að verulegu leyti á upplýsingatækni, hvort heldur litið er til rekstrar eða þjónustu við íbúa. Öryggi, áreiðanleiki, skilvirkni og þekkingarstig þjónustunnar gegnir því lykilhlutverki fyrir sveitarfélagið á flestum sviðum starfseminnar,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar í tilkynningunni.

„Ákvörðun um áframhaldandi samstarf er byggð á góðri reynslu af samstarfi Fjarðabyggðar og Nýherja á undanförnum árum og sú áhersla Nýherja að veita framúrskarandi þjónustu. Starfsstöðvar Nýherja á Austurlandi hafa yfir að ráða afar hæfu starfsfólki sem sinnt geta öflugri tækniþjónustu, vel stutt af starfsfólki Nýherjasamstæðunnar, “ segir Finnur Oddsson aðstoðarforstjóri Nýherja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×