Ríkissjóður er ekki aflögufær, stjórnmálamenn þegja um stöðuna 18. apríl 2013 11:55 Forsendur fjárlaga ársins 2013 hafa versnað og öllum ætti að vera ljóst að ríkissjóður er að öðru óbreyttu ekki aflögufær til þess að bæta kjör landsmanna. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að ríkissjóður er enn í þeirri stöðu að u.þ.b. 15% tekna er varið í vaxtagreiðslur. Það er frekar líklegra en hitt að skuldir ríkisins fari vaxandi á næstu árum, en að úr þeim dragi. Allt bendir því til þess að nauðsynlegt sé að halda áframhaldandi aðhaldi í fjármálum til streitu enn um hríð. Loforðum um kjarabætur úr ríkissjóði verða því að fylgja betri skýringar á því hvernig eigi að afla fjár til að fjármagna þau. „Ótrúlega lítil umræða hefur verið um stöðu ríkisfjármála í kosningabaráttunni. Ríkisstjórnin hefur allt síðasta ár bent á góðan árangur sinn við stjórn ríkisfjármála, en svo virðist sem stjórnarandstaðan sjái sér ekki lengur hag í því að hafa uppi hefðbundin mótmæli gegn þeim málflutningi. Það ríkir því eins konar þegjandi samkomulag meðal stjórnmálamanna að minnast sem minnst á ríkisfjármál, enda mörg loforð uppi sem ríkissjóði er ætlað að standa undir,“ segir í Hagsjánni. Talin eru upp ýmis útgjöld eins og m.a. nýlegar launahækkanir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum, stóraukin útgjöld til löggæslunnar og aukinn kostnað vegna Hörpu. „Allt eru þetta þó smámunir í samanburði við fjárþörf íbúðalánasjóðs og uppbyggingu nýs Landspítala, að ekki sé talað um sívaxandi lífeyrisskuldbindingar sem ríkissjóður hefur tekið á sig og nema nú um 400 milljörðum kr.,“ segir í Hagsjánni. „Það er því ljóst að sá útgjaldarammi sem rætt hefur um í sambandi við fjárlög er löngu sprunginn. Sumt af þessu er enn á teikniborði, en ýmislegt er raunverulegt eins og fjárþörf Íbúðalánasjóðs þar sem nefndar hafa verið tölur yfir 100 milljarða á næstu árum sem ekki verður séð að verði fjármögnuð öðruvísi en með lántöku.“ Þá segir að á sama tíma og þessi skilaboð blasa við keppast stjórnmálamenn við að lofa lækkun skatta, endurgreiðslu skulda, niðurgreiðslu lána og ýmsum öðrum gæðum kjósendum til handa. Ríkisbúskapnum hefur verið stýrt í rétta átt á síðustu misserum, auðvitað með auknum álögum á þegna landsins og skertri þjónustu. Sú staða sem blasir við fjárahagsstöðu ríkisins segir okkur að því tímabili sé langt frá því lokið. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Forsendur fjárlaga ársins 2013 hafa versnað og öllum ætti að vera ljóst að ríkissjóður er að öðru óbreyttu ekki aflögufær til þess að bæta kjör landsmanna. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að ríkissjóður er enn í þeirri stöðu að u.þ.b. 15% tekna er varið í vaxtagreiðslur. Það er frekar líklegra en hitt að skuldir ríkisins fari vaxandi á næstu árum, en að úr þeim dragi. Allt bendir því til þess að nauðsynlegt sé að halda áframhaldandi aðhaldi í fjármálum til streitu enn um hríð. Loforðum um kjarabætur úr ríkissjóði verða því að fylgja betri skýringar á því hvernig eigi að afla fjár til að fjármagna þau. „Ótrúlega lítil umræða hefur verið um stöðu ríkisfjármála í kosningabaráttunni. Ríkisstjórnin hefur allt síðasta ár bent á góðan árangur sinn við stjórn ríkisfjármála, en svo virðist sem stjórnarandstaðan sjái sér ekki lengur hag í því að hafa uppi hefðbundin mótmæli gegn þeim málflutningi. Það ríkir því eins konar þegjandi samkomulag meðal stjórnmálamanna að minnast sem minnst á ríkisfjármál, enda mörg loforð uppi sem ríkissjóði er ætlað að standa undir,“ segir í Hagsjánni. Talin eru upp ýmis útgjöld eins og m.a. nýlegar launahækkanir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum, stóraukin útgjöld til löggæslunnar og aukinn kostnað vegna Hörpu. „Allt eru þetta þó smámunir í samanburði við fjárþörf íbúðalánasjóðs og uppbyggingu nýs Landspítala, að ekki sé talað um sívaxandi lífeyrisskuldbindingar sem ríkissjóður hefur tekið á sig og nema nú um 400 milljörðum kr.,“ segir í Hagsjánni. „Það er því ljóst að sá útgjaldarammi sem rætt hefur um í sambandi við fjárlög er löngu sprunginn. Sumt af þessu er enn á teikniborði, en ýmislegt er raunverulegt eins og fjárþörf Íbúðalánasjóðs þar sem nefndar hafa verið tölur yfir 100 milljarða á næstu árum sem ekki verður séð að verði fjármögnuð öðruvísi en með lántöku.“ Þá segir að á sama tíma og þessi skilaboð blasa við keppast stjórnmálamenn við að lofa lækkun skatta, endurgreiðslu skulda, niðurgreiðslu lána og ýmsum öðrum gæðum kjósendum til handa. Ríkisbúskapnum hefur verið stýrt í rétta átt á síðustu misserum, auðvitað með auknum álögum á þegna landsins og skertri þjónustu. Sú staða sem blasir við fjárahagsstöðu ríkisins segir okkur að því tímabili sé langt frá því lokið.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira