Viðskipti innlent

Segir Bankasýslu ríkisins fara eftir öllum lögum

Heimir Már Pétursson skrifar
Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar segir að um hana gildi sérstök lög frá haustinu 2009 og eftir þeim sé farið í einu og öllu.
Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar segir að um hana gildi sérstök lög frá haustinu 2009 og eftir þeim sé farið í einu og öllu.
Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir stofnunina að öllu fara eftir sérstökum lögum sem gildi um Bankasýsluna.

En Gunnar Helgi Hálfdánarson fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankans kveinkar sér undan meintum afskiptum Bankasýslunnar af starfsemi bankans, sem hann segir að hafi komið niður á störfum bankaráðsins.

Í kveðjuræðu sinni á aðalfundi Landsbankans í gær fullyrti hann að Bankasýslan hefði farið inn á valdsvið bankaráðsins. Í samtali við frétastofu gat hann þó ekki nefnt nokkur dæmi um þetta og baðst undan viðtali.

Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar segir að um hana gildi sérstök lög frá haustinu 2009 og eftir þeim sé farið í einu og öllu.

En þau kveða á um að Bankasýslan fari með eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum í samræmi við góða stjórnsýslu, viðskiptahætti,  eigendastefnu ríkisins og tryggi jafnræði á milli hluthafa og allra þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýslan fer með eignarhlut í.

Bankasýslan fer með 97,9  prósenta eignarhlut ríkisins í Landsbanka, 13 prósent  í Arion,  5 prósent í Íslandsbanka og frá 50 - 90 prósent í ýmsum sparisjóðum.

Jón Gunnar segir erfitt að svara gagnrýni þegar engin dæmi séu nefnd um meint óeðlileg afskipti, en Bankasýslan sé eini hluthafi í bönkum á Íslandi sem starfi eftir sérstökum lögum, sem gildi að óbreyttu til haustsins 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×