Viðskipti innlent

Hagfræðideild Landsbankans segir ómögulegt að efna kosningaloforðin

Heimir Már Pétursson skrifar
Ari Skúlason hjá Hagfræðideild Landsbankans.
Ari Skúlason hjá Hagfræðideild Landsbankans.
Staða ríkissjóðs býður ekki upp á að hægt verði að standa við loforð flokka og framboða fyrir kosningarnar í næstu viku, sem ýmist eða bæði lofa skattalækkunum og auknum útgjöldum. Ari Skúlason hagfræðingur hjá landsbankanum segir stöðu ríkissjóðs nú verri en áætlanir gerðu ráð fyrir við gerð fjárlaga og því muni hann ekki standa undir loforðalistanum.

Hann stendur ekki þannig. Það leit nú reyndar út fyrir ári síðan að staðan á honum yrði kannski skárri en menn ætluðu, vegna þess að það voru þokkalegar hagvaxtarspár. En ég held að ef eitthvað er, þá verði staða ríkissjóðs verri en reiknað var með þannig að hann er ekki aflögufær í nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ari.

Ari segir kosningaloforð ganga út á að rýra tekjur ríkissjóðs og eða auka útgjöld hans, sem ekki sé framkvæmanlegt án þess að auka skuldir ríkissjóðs.

Ríkissjóður skuldar nú um 1.500 milljarða án lífeyrisskuldbindinga og um 2.000 milljarða að þeim meðtöldum á sama tíma og landsframleiðslan á ári er um 1.700 milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×