Viðskipti innlent

Gengi krónunnar ekki verið sterkara síðan í ágúst í fyrra

Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að styrkjast og í morgun var gengisvísitalan komin niður í 207 stig. Hefur gengi krónunnar þar með ekki verið sterkara síðan í ágúst í fyrra.

Ein af meginástæðum þess að gengið er stóraukinn ferðamannastraumur til landsins á fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Dollarinn er kominn niður í tæpar 117 krónur, evran kostar 153 krónur, pundið kostar tæpar 179 krónur og danska krónan kostar 20,5 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×