Viðskipti innlent

Lánadrottnar Skipta tapa miklu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinn Logi Björnsson er forstjóri Skipta.
Steinn Logi Björnsson er forstjóri Skipta. Mynd/ Valli.
Óveðtryggðir lánadrottnar Skipta, móðurfélags Símans, mega búast við því að tapa hátt í 30% af kröfum sínum, samkvæmt mati Arctica Finance hf., ráðgjafa félagsins við endurskipulagningu á fjármálum þess.

Tillaga Skipta um endurskipulagningu skulda félagsins liggur fyrir, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar og vonast félagið til þess að allir kröfuhafa samþykki tillöguna. Í tilkynningu til Skipta vegna endurskipulagningarinnar segir að hún hafi ekki áhrif á almenna viðskiptamenn og birgja Skipta heldur eingöngu Arion banka sem lánveitanda félagsins og eigendur skuldabréfa sem skráð eru í kauphöll undir heiti SIMI 06 01.

Meginatriði endurskipulagningartillögunnar eru svohljóðandi:

Í fyrsta lagi, endurgreiðir Skipti hverjum og einum kröfuhafa (miðað við skráða kröfuhafa kl. 16:30 þann 27.mars 2013) kr. 2.000.000 í reiðufé o kemur greiðslan til lækkunar höfuðstóls viðkomandi kröfu.

Í öðru lagi að öllum kröfum samkvæmt skuldabréfunum verður breytt eða skipt fyrir hlutafé í Skiptum.

Í þriðja lagi að öllum kröfum Arion banka hf. sem ekki eru hluti af núverandi forgangsláni félagsins, verði breytt eða skipt fyrir hlutafé í Skiptum.

Í fjórða lagi felur tillagan í sér að forgangslán félagsins verði endurfjármagnað að fullu með annars vegar láni frá Arion banka hf. að fjárhæð um kr. 19 milljarðar og hins vegar með útgáfu skuldabréfaflokks að fjárhæð um kr. 8 milljarðar, eða annarri fjármögnun. Er gert ráð fyrir að framangreindar ánveitingar verði tryggðar með fyrsta veðrétti í helstu eignum Skipta hf. og dótturfélögum þess.

„Arctica Finance hf., ráðgjafar félagsins, hafa metið endurheimtur óveðtryggðra kröfuhafa sem 72,3% af uppreiknuðum höfuðstól krafna. Peningagreiðslan eykur þar að auki endurheimtur kröfuhafa allt upp í 78,7% fyrir þá kröfuhafa sem eiga eina einingu í skuldabréfaflokknum SIMI 06 01. Upphafleg fjárhæð skuldabréfaflokksins var kr. 14 milljarðar en er verðbættur höfuðstóll í dag um kr. 23 milljarðar. Hafa eigendur skuldabréfaflokksins fengið kr. 8,4 milljarða greidda í vexti á tímabilinu. Virði þess hlutafjár sem óveðtryggðir skuldabréfaeigendur fá nú í sinn hlut er kr. 16,6 milljarðar að mati Arctica Finance," segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×