Viðskipti innlent

Kröfu sakborninga í al-Thani málinu hafnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrír sakborninganna, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson.
Þrír sakborninganna, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson. Mynd/ Vilhelm.
Hæstiréttur vísaði í gær frá kröfu sakborninga í al-Thani málinu um að aðalmeðferð málsins yrði frestað um sex til átta vikur til að verjendum gæifist kostur á að bregðast við nýjum gögnum frá ákærandanum. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnað kröfu sakborninganna.

Samkvæmt dagskrá hefst aðalmeðferðin á fimmtudag í næstu viku. Málið er að umfangi stærra en landsdómsmálið gegn Geir Haarde. Fjörutíu og átta vitni verða leidd fyrir dóminn í al-Thani málinu en þau voru 40 í landsdómsmálinu. Þá hlaupa málsskjölin á þúsundum.

Al-Thani málið snýst um ákæru á hendur Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra, Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra bankans í Lúxemborg, og Ólafi Ólafssyni, einum aðaleiganda bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×