Viðskipti innlent

Viðskipti með bréf í VÍS hefjast 24. apríl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Gert er ráð fyrir að viðskipti með hluti Vátryggingafélags Íslands á markaði hefjist 24. apríl næstkomandi, en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara. Á vef VÍS segir að Kauphöllin hafi samþykkt umsókn stjórnar VÍS um að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Samþykkið er háð því að félagið uppfylli skilyrði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í NASDAQ OMX Iceland hf. um dreifingu hlutafjár fyrir skráningardag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×