Viðskipti innlent

Verð á íbúðum í sérbýlum heldur ekki í við verðlagsþróun

Verð á íbúðum í sérbýli hefur ekki haldið í við þróun verðlags á undanförnum 12 mánuðum.

Þetta kemur fram í Morgunkorninu greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í febrúar sl. mældist verðbólga 4,8%, og hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu þar með einungis hækkað um rúm 0,9% að raunvirði síðasta árið.

Verð íbúða í fjölbýli hefur hækkað um 6,8% en verð á sérbýlum um 3,0%. Verðþróun á sérbýlum nær því ekki að vega upp á móti þeirri miklu hækkun sem verið hefur á verðlagi hérlendis. Að raunvirði hefur verð sérbýla lækkað um 1,8% á árinu en verð íbúða í fjölbýli hefur hækkað um 1,9%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×