Viðskipti innlent

Veðurspá fylgir Facebook viðburðum

Samfélagsmiðilinn Facebook býður nú upp á veðurspá fyrir daginn sem fólk skipuleggur viðburði á miðlinum.

Veðurspáin birtist ekki fyrr en tíu dagar eru í skipulagðan viðburð. Spáin birtist beint fyrir neðan upplýsingarnar um hvar viðburðurinn fari fram.

Notendur eiga bæði að geta séð lægsta mögulega og hæsta mögulega hitastig þess dags. Viðbótin gæti nýst skipuleggjendum viðburða sem fram fara utanhúss vel.

Breytingin er hluti af miklum breytingum á miðlinum sem eru yfirvofandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×