Menn að búa til ótta í kosningabaráttu 28. mars 2013 14:15 Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra. „Bankarnir verða ekki seldir út úr þessum þrotabúum öðruvísi en efnahags- og viðskiptanefnd verði upplýst um það," segir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa gagnrýnt ráðherra fyrir að efnahags- og viðskiptaefnd Alþingis hafi ekki verið upplýst um gang mála við kaup á hlut erlendra kröfuhafa í Íslandsbanka og Arionbanka. Katrín Júlíusdóttir minnir á að engar formlegar viðræður séu hafnar um sölu á eignum bankanna. „Það hafa verið þreyfingar í gangi lengi en það eru engar formlegar viðræður hafnar enn," segir Katrín. Hún minnir á að þrotabúin heyri undir lög um gjaldeyrismál og útgreiðslu úr þeim. Finna þurfi heildarlausn en ekki taka staka bita úr þrotabúunum og selja þá. „Við vinnum að heildarlausn því menn komast hvort eð er ekkert með þessar eignir. Ég sé ekkert fengið með því að selja banka út úr þrotabúunum en vera engu nær um hvernig kröfuhafarnir eigi að koma eignum sínum úr landi," segir Katrín.Aðhald alla leið Hún segir breytingu á lögum um gjaldeyrismál frá því 12. mars 2012 ástæðu þess að ríkisstjórnin hafi góð tök á málinu. Þá hafi þrotabúin verið færð undir gjaldeyrishöftin. Hún minnir á að þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við þá breytingu á lögunum. „Menn eru í ruglinu í kosningabaráttu að reyna að búa til ótta byggðan á einhverjum skáldskap. Framsóknarflokkurinn er með fljúgandi fylgi og þarf ekki að vera á þessu plani," segir Katrín. Ríkisstjórnin naut þó stuðnings Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við lagabreytingu þess efnis að Seðlabankinn gæti ekki sett reglur um útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna nema að undangengnu samráði við efnahags- og viðskiptanefnd. „Það er aðhald alla leið þannig að það verður ekki farið framhjá lögum. Þetta fer aldrei framhjá efnahags- og viðskiptanefnd að setja þessar reglur um greiðslur út úr þrotabúunum," segir Katrín. Hún, sem fjármálaráðherra, myndi svo staðfesta reglurnar.Mæta skilningi hjá kröfuhöfum Þingfundum var frestað fram yfir kosningar á Alþingi í nótt. Færi svo að formlegar viðræður um sölu hæfust á meðan Alþingi er ekki að störfum yrði efnahags- og viðskiptanefnd engu að síður kölluð saman. Lögin séu skýr hvað það varðar. Guðlaugur Þór sendi fjölmiðlum tilkynningu fyrir hönd sín og Péturs H. Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í gær þar sem fram kemur að hann hafi óskað eftir að efnahags- og viðskiptanefnd yrði kölluð saman vegna hugsanlegrar sölu bankanna til lífeyrissjóðanna. Vilja þeir að fulltrúar Seðlabankans, lífeyrissjóða, slitastjórna auk fjármálaráðherra mæti á fundinn. Katrín minnir á að virði eigna í þrotabúunum sé um 2500 milljarðar króna og bankahlutinn aðeins lítill hluti af því. Finna þurfi heildarlausn á þrotabúunum þar með talið bankahlutanum. Á þessu hafi kröfuhafar skilning. „Það virðist vera skilningur á þessu sjónarhorni okkar af þeirra hálfu. Það er ekkert unnið í skjóli nætur. Svona lítum við á þetta og munum kynna nefndinni heildarlausnina samkvæmt lögum." Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Bankarnir verða ekki seldir út úr þessum þrotabúum öðruvísi en efnahags- og viðskiptanefnd verði upplýst um það," segir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa gagnrýnt ráðherra fyrir að efnahags- og viðskiptaefnd Alþingis hafi ekki verið upplýst um gang mála við kaup á hlut erlendra kröfuhafa í Íslandsbanka og Arionbanka. Katrín Júlíusdóttir minnir á að engar formlegar viðræður séu hafnar um sölu á eignum bankanna. „Það hafa verið þreyfingar í gangi lengi en það eru engar formlegar viðræður hafnar enn," segir Katrín. Hún minnir á að þrotabúin heyri undir lög um gjaldeyrismál og útgreiðslu úr þeim. Finna þurfi heildarlausn en ekki taka staka bita úr þrotabúunum og selja þá. „Við vinnum að heildarlausn því menn komast hvort eð er ekkert með þessar eignir. Ég sé ekkert fengið með því að selja banka út úr þrotabúunum en vera engu nær um hvernig kröfuhafarnir eigi að koma eignum sínum úr landi," segir Katrín.Aðhald alla leið Hún segir breytingu á lögum um gjaldeyrismál frá því 12. mars 2012 ástæðu þess að ríkisstjórnin hafi góð tök á málinu. Þá hafi þrotabúin verið færð undir gjaldeyrishöftin. Hún minnir á að þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá við þá breytingu á lögunum. „Menn eru í ruglinu í kosningabaráttu að reyna að búa til ótta byggðan á einhverjum skáldskap. Framsóknarflokkurinn er með fljúgandi fylgi og þarf ekki að vera á þessu plani," segir Katrín. Ríkisstjórnin naut þó stuðnings Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við lagabreytingu þess efnis að Seðlabankinn gæti ekki sett reglur um útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna nema að undangengnu samráði við efnahags- og viðskiptanefnd. „Það er aðhald alla leið þannig að það verður ekki farið framhjá lögum. Þetta fer aldrei framhjá efnahags- og viðskiptanefnd að setja þessar reglur um greiðslur út úr þrotabúunum," segir Katrín. Hún, sem fjármálaráðherra, myndi svo staðfesta reglurnar.Mæta skilningi hjá kröfuhöfum Þingfundum var frestað fram yfir kosningar á Alþingi í nótt. Færi svo að formlegar viðræður um sölu hæfust á meðan Alþingi er ekki að störfum yrði efnahags- og viðskiptanefnd engu að síður kölluð saman. Lögin séu skýr hvað það varðar. Guðlaugur Þór sendi fjölmiðlum tilkynningu fyrir hönd sín og Péturs H. Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í gær þar sem fram kemur að hann hafi óskað eftir að efnahags- og viðskiptanefnd yrði kölluð saman vegna hugsanlegrar sölu bankanna til lífeyrissjóðanna. Vilja þeir að fulltrúar Seðlabankans, lífeyrissjóða, slitastjórna auk fjármálaráðherra mæti á fundinn. Katrín minnir á að virði eigna í þrotabúunum sé um 2500 milljarðar króna og bankahlutinn aðeins lítill hluti af því. Finna þurfi heildarlausn á þrotabúunum þar með talið bankahlutanum. Á þessu hafi kröfuhafar skilning. „Það virðist vera skilningur á þessu sjónarhorni okkar af þeirra hálfu. Það er ekkert unnið í skjóli nætur. Svona lítum við á þetta og munum kynna nefndinni heildarlausnina samkvæmt lögum."
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira