Áfrýjunardómstóll franska handboltasambandsins aflétti í dag sex leikja banni Nikola Karabatic og tveggja annarra leikmanna vegna ásakana um veðmálasvindl og hagræðingu úrslita.
Karabatic var í hópi þrettán einstaklinga sem voru ákærðir vegna gruns um að Montpellier hefði viljandi tapað fyrir Cesson-Rennes í maí fyrra. Tilgangurinn var að hagnast á veðmálabraski.
Dómsmálinu er enn ólokið en hin ákærðu eiga von á allt að fimm ára fangelsi og sektum verði þau fundin sek.
Franska handboltasambandið dæmdi sjö leikmenn í sex leikja bann vegna málsins. Þrír voru sýknaðir í dag en auk Karabatic voru það Dragan Gajic og Issam Tej. Refsing hinna fjögurra var milduð.
Montpellier var einnig sektað vegna málsins en hún var dregin til baka í dag.
Karabatic leikur í dag með Aix-en-Provence en er nú frá vegna meiðsla.
