Viðskipti innlent

Tugmilljóna verð fyrir stóðhest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framherji frá Flagbjarnarholti er sagður hafa verið seldur á tugi milljóna.
Framherji frá Flagbjarnarholti er sagður hafa verið seldur á tugi milljóna.
Framherji frá Flagbjarnarholti er líklega með dýrustu stóðhestum sem seldir hafa verið hér á landi og keyptir af einum aðila. Á vef Eiðfaxa segir að talið sé að hann hafi verið seldur á dögunum fyrir um 40 til 50 milljónir íslenskra króna. Til samanburðar þá var verðmiðinn á Álfi frá Selfossi 60 milljónir, þegar falast var eftir honum fyrir nokkrum árum.

Eiðfaxi segir að kaupandinn sé Stall Myra í Noregi, sem er eitt flottasta hrossabúið þar í landi og á meðal annarra gæðinga stóðhestinn og heimsmeistarann í tölti Hvin frá Holtsmúla, og stóðhestinn og heimsmeistarann í fimmgangi Tind frá Varmalæk. Einnig hinn steingráa fjórgangshest Rey frá Dalbæ, sem Nils-Christian Larsen hefur gert garðinn frægan á. Nils er yfirtamningamaður á Stall Myra.

Ræktandi og seljandi Framherja, Sveinbjörn Bragason, vildi ekki staðfesta kaupverðið á hestinum þegar Eiðfaxi leitaði eftir því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×