Viðskipti innlent

Kortavelta ferðamanna jókst um 50% milli ára í febrúar

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í febrúar s.l. var tæpir 5 milljarðar kr. sem er aukning um 50% miðað við sama mánuð í fyrra.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur fjöldi ferðamanna á Íslandi aukist um 30% á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

Hvað veltuna innanlands varðar var heildarvelta debetkorta í febrúar tæplega 29 milljarðar kr. sem er 2,5% aukning miðað við sama mánuð árið áður.

Heildarvelta kreditkorta var 31,3 milljarðar kr. sem er 6,7% aukning miðað við sama mánuð árið áður, að því er segir í hagtölum Seðlabankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×