Viðskipti innlent

Viðræður við kröfuhafa fyrir kosningar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Júlíusdóttur fjármálaráðherra.
Katrín Júlíusdóttur fjármálaráðherra. Mynd/ GVA.
Stjórnvöld eru reiðubúin til þess að hefja viðræður við kröfuhafa föllnu bankanna um nauðarsamningana. Viðræðurnar munu að öllum líkindum hefjast fyrir kosningar, segir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í samtali við Bloomberg fréttastofuna. Þingið ákvað í síðustu viku að gjaldeyrishöftin, sem sett voru á þegar bankakerfið hrundi, yrðu ótímabundin en áður hafði verið ákveðið að afnema þau á þessu ári. Áður hefur komið fram að samningar um uppgjör þrotabúa bankanna væru mikilvæg forsenda þess að hægt væri að afnema þau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×