Viðskipti innlent

Ísland stendur ekki lengur frammi fyrir skuldavanda

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson.
Íslenska ríkið stendur ekki lengur frammi fyrir skuldavanda og erlend skuldastaða ríkisins er orðin viðráðanleg og sjálfbær.

Helsta vandamálið er gjaldeyrisójöfnuður, þ.e að landið skuldar meira í erlendum gjaldeyri en það aflar, og erlend skuldastaða einkaaðila. Þetta kom fram í erindi Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á ráðstefnu í Lundúnum nú fyrir helgi.

Már sagði að tekjuafgangur væri nú hjá ríkissjóði og fjárlagahallinn væri aðeins 1-2 prósent af áætlaðri landsframleiðslu Íslands á árinu 2013.

Már sagði að helsta verkefnið núna væri afnám fjármagnshaftanna og að það verði mjög krefjandi verkefni, sem snúist m.a um að ná fram niðurfærslu á krónueignum erlendra kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna. Á erindi í HR í síðustu viku sagði Már að hægt verði að ná fram allt að 75 prósent niðurfærslu af þessum krónueignum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×