Viðskipti innlent

Actavis tekur nýtt merki í notkun

Vegna sameiningar Watson í Bandaríkjunum og Actavis Group á Íslandi hefur Actavis tekið í notkun nýtt merki í nýjum lit. Nýja merkið byggist á gormlaga DNA-keðju, en út úr því má einnig lesa bókstafina W fyrir Watson og A fyrir Actavis.

Í tilkynningu segir að farið var í þessa breytingu að vel ígrunduðu máli og af virðingu fyrir sögu og hefðum hvors fyrirtækis, án þess að missa sjónar á mikilvægi þess að nota eitt merki á heimsvísu.

Lagt var í mikla vinnu og ítarlega úttekt á mögulegum nöfnum og voru skoðuð yfir 2.000 önnur möguleg heiti. En eftir því sem á leið, varð ljóst að Actavis nafnið skaraði fram úr og hægt er að nota vandræðalaust um allan heim. Slíkt var ekki mögulegt með Watson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×