Viðskipti innlent

Skoðanir seðlabankastjóra ekki afgerandi við vaxtaákvarðanir

Svo virðist sem skoðanir Más Guðmundssonar seðlabankastjóra hafi ekki afgerandi gildi þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum peningastefnunefndar.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka í tilefni þess að ársfundur Seðlabankans verður haldinn á fimmtudag. Því samhliða mun bankinn birta ársskýrslu sína fyrir síðasta ár.

Greining segir að það verði áhugavert að rýna í skýrsluna þar sem sjá má m.a. hvernig atkvæðin féllu á vaxtaákvörðunarfundum bankans á árinu. Sem kunnugt er gerðist það aðeins í tveimur af átta skiptum að tillögur seðlabankastjóra í peningastefnunefnd voru samþykktar samhljóða.

Í þessi tvö skipti var þar að auki um að ræða að þrátt fyrir að allir nefndarmenn hafi stutt tillögu seðlabankastjóra í lokin hafði einn nefndarmaður kosið aðra niðurstöðu í hvort skipti.

Fram kemur að Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri hefur oftast nær verið sammála Má Guðmundssyni seðlabankastjóra hvað vexti varðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×