Viðskipti innlent

Gústaf Adolf ráðinn framkvæmdastjóri Samorku

Gústaf Adolf Skúlason hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Samorku af Eiríki Bogasyni, sem látið hefur af störfum að eigin ósk. Í tilkynningu segir að Gústaf hefur gegnt stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra samtakanna frá ársbyrjun 2007, en starfaði áður m.a. sem forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, sérfræðingur á skrifstofu Alþingis og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Gústaf er stjórnmálafræðingur að mennt, með BA gráðu frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu frá London School of Economics. Eiríkur mun áfram sinna verkefnum fyrir Samorku næstu misseri, einkum er varða málefni hita-, vatns- og fráveitna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×