Viðskipti innlent

Verulegar breytingar á siglingakerfi Eimskips

Eimskip hefur tilkynnt um verulegar breytingar á siglingakerfi félagsins. Þær helstu eru að teknar verða upp vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu

Aukin ferðatíðni og styttri siglingatími verður á ferðum til og frá Bandaríkjunum. Tekin verður upp þjónusta tvisvar í viku fyrir ferskan fisk frá Íslandi og Færeyjum.

Þjónusta við olíuiðnaðinn verður aukin með siglingum til og frá Skotlandi og ný þjónusta verður í boði fyrir uppsjávarfisk með beinum siglingum inná Eystrasalt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×