Deildu um ný gögn í Al Thani - aðalmeðferð verður ekki frestað Magnús Halldórsson skrifar 7. mars 2013 18:34 Ragnar H. Hall hrl., lögmaður Ólafs Ólafssonar, sem er einn ákærðu í Al Thani-málinu. Lögmaður Ólafs Ólafssonar, eins ákærða í Al Thani-málinu, segir að samningur Sheiks Al Thani við slitastjórn Kaupþings, um að hann hafi greitt upp allar skuldir sínar vegna hlutabréfakaupa í bankanum, sýni að málið allt sé byggt á sandi. Þessu mótmælir saksóknari, en hann lagði fram ný gögn í málinu í morgun. Dómari í málinu, Pétur Guðgeirsson, hafnaði því nú síðdegis að fresta aðalmeðferð svo lögmenn ákærðu gætu farið yfir gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku í morgun. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, lagði fram ný gögn í Al Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, í því eru fjórir menn ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik, í tengslum við kaup Sheiks Mohammed Al Thani frá Qatar á fimm prósenta hlut í Kaupþingi, í september 2008. Það eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem átti tíu prósenta hlut í bankanum fyrir hrun hans. Þeir neita allir sök í málinu. „Við vorum að leggja fram tvenns konar gögn, annars vegar samning Sheiks Mohammed Al Thani við slitastjórn Kaupþings, um uppgjör á skuldum, og síðan endurrit af símtölum úr borðsímum í Lúxemborg, sem við fengum vegna rannsóknar á öðrum dómsmáli, en við mátum að ætti erindi inn í þetta mál."Sp. blm. Eru þetta samtöl innbyrðis á milli ákærðu í málinu? „Ég get ekki tjáð mig um það, en þetta eru samtöl starfsmanna í Kaupþingi í Lúxemborg." Ákæra í málinu var þingfest í febrúar í fyrra, og hefur því verið að velkjast um í dómskerfinu í meira en ár núna, án þess að aðalmeðferð hefjist. Samkvæmt dagskrá mun hún hefjast 11. apríl nk. Ragnar H. Hall lögmaður Ólafs Ólafssonar krafðist þess fyrir dómi í morgun að úrskurðað yrði sérstaklega um hvort tilefni væri til frestunar á aðalmeðferð málsins, vegna framlagningar nýrra gagna sem hann taldi að lögmenn ákærðu þyrftu að fá lengri tíma til þess að yfirfara, en dómari í málinu úrskurðaði nú síðdegis að lengri frestur yrði ekki gefinn. „Samningur Sheiksins [Mohammed Al Thani innsk. blm], sem lagður var fram í morgun, hefur mikla þýðingu í málinu og grefur í raun endanlega undan málatilbúnaði ákæruvaldsins, að mínu mati, þar sem samningurinn sýnir að ekki var um nein sýndarviðskipti að ræða, þar sem milljarðar voru greiddir í fullnaðaruppgjöri til þrotabúsins vegna þessara viðskipta." Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Lögmaður Ólafs Ólafssonar, eins ákærða í Al Thani-málinu, segir að samningur Sheiks Al Thani við slitastjórn Kaupþings, um að hann hafi greitt upp allar skuldir sínar vegna hlutabréfakaupa í bankanum, sýni að málið allt sé byggt á sandi. Þessu mótmælir saksóknari, en hann lagði fram ný gögn í málinu í morgun. Dómari í málinu, Pétur Guðgeirsson, hafnaði því nú síðdegis að fresta aðalmeðferð svo lögmenn ákærðu gætu farið yfir gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku í morgun. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, lagði fram ný gögn í Al Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, í því eru fjórir menn ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik, í tengslum við kaup Sheiks Mohammed Al Thani frá Qatar á fimm prósenta hlut í Kaupþingi, í september 2008. Það eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem átti tíu prósenta hlut í bankanum fyrir hrun hans. Þeir neita allir sök í málinu. „Við vorum að leggja fram tvenns konar gögn, annars vegar samning Sheiks Mohammed Al Thani við slitastjórn Kaupþings, um uppgjör á skuldum, og síðan endurrit af símtölum úr borðsímum í Lúxemborg, sem við fengum vegna rannsóknar á öðrum dómsmáli, en við mátum að ætti erindi inn í þetta mál."Sp. blm. Eru þetta samtöl innbyrðis á milli ákærðu í málinu? „Ég get ekki tjáð mig um það, en þetta eru samtöl starfsmanna í Kaupþingi í Lúxemborg." Ákæra í málinu var þingfest í febrúar í fyrra, og hefur því verið að velkjast um í dómskerfinu í meira en ár núna, án þess að aðalmeðferð hefjist. Samkvæmt dagskrá mun hún hefjast 11. apríl nk. Ragnar H. Hall lögmaður Ólafs Ólafssonar krafðist þess fyrir dómi í morgun að úrskurðað yrði sérstaklega um hvort tilefni væri til frestunar á aðalmeðferð málsins, vegna framlagningar nýrra gagna sem hann taldi að lögmenn ákærðu þyrftu að fá lengri tíma til þess að yfirfara, en dómari í málinu úrskurðaði nú síðdegis að lengri frestur yrði ekki gefinn. „Samningur Sheiksins [Mohammed Al Thani innsk. blm], sem lagður var fram í morgun, hefur mikla þýðingu í málinu og grefur í raun endanlega undan málatilbúnaði ákæruvaldsins, að mínu mati, þar sem samningurinn sýnir að ekki var um nein sýndarviðskipti að ræða, þar sem milljarðar voru greiddir í fullnaðaruppgjöri til þrotabúsins vegna þessara viðskipta."
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira