Viðskipti innlent

Veltan eykst en á móti dregur úr verðhækkunum á íbúðamarkaðinum

Veltan á fasteignamarkaðinum hefur aukist töluvert á síðustu mánuðum en á sama tíma hefur dregið verulega úr verðhækkunum á íbúðum.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að veltan á íbúðamarkaðinum hafi aukist um yfir 26% á síðustu sex mánuðum miðað við sama tímabil fyrir ári síðan. Aukningin var mikil í febrúar eða yfir 32%.

Hinsvegar hefur dregið verulega úr verðhækkunum. Þær eru að nafnvirði 4,5% á síðustu 12 mánuðum en voru 8,4% á sama tímabili fyrir ári síðan. Þarna munar nær helming.

Í Morgunkorninu segir að tveir kraftar séu mjög ráðandi um verðþróun á íbúðum, þ.e. þróun kaupmáttar og vaxtaþróun. Undanfarið hefur dregið úr vexti kaupmáttar en á sama tíma hafa óverðtryggðir vextir hækkað.

Kaupmáttur launa hefur aukist um aðeins 0,8% síðustu 12 mánuði samanborið við 2,5% fyrir ári síðan.

Vextir á óverðtryggðum lánum hafa hækkað talsvert. Í febrúar í fyrra voru almennir vextir óverðtryggðra lána hjá bönkunum 5,4% en eru komnir í 6,75%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×