Viðskipti innlent

Gullforði Íslands minnkar um milljarð frá áramótum

Verðlækkanir á heimsmarkaði á gulli hafa leitt til þess að gullforði Seðlabankans hefur minnkað um rúman milljarð kr. í verði frá áramótum. Stendur gullforðinn í tæpum 12,7 milljörðum kr.

Þetta kemur fram í efnahagsreikningi Seðlabankans. Þar má sjá að gjaldeyrisforði bankans hefur minnkað um 25 milljarða kr, frá áramótum og nemur tæpum 515 milljörðum kr.

Af öðrum stórum hreyfingum í reikningnum má nefna að innistæður erlendra banka hafa minnkað um tæplega 41 milljarð kr. frá áramótum og eignir félagsins Eignasafn Seðlabanka Íslands hafa minnkað um rúma 39 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×