Handbolti

Kári Kristján sagður á leið til Bjerringbro

Kári í leik með Wetzlar.
Kári í leik með Wetzlar.
Samkvæmt danska handboltamiðlinum hbold.dk þá er landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson á leið til danska liðsins Bjerringbro-Silkeborg í sumar.

Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að Kári færi frá þýska félaginu Wetzlar þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.

Hann hefur verið orðaður við danska liðið í nokkurn tíma og hann er á leið þangað samkvæmt heimildum danska miðilsins. Kára er ætlað að leysa Henrik Toft Hansen af hólmi en hann er á leið til Hamburg.

Annar Íslendingur er í herbúðum danska félagsins en það er hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson.

Bjerringbro er einnig sagt vera í viðræðum við norsku skyttuna Kristin Kjelling sem verður ekki áfram á Álaborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×