Viðskipti innlent

Icelandair dýrast en WOW air ódýrast

Verðkönnun Dohop fyrir febrúar sýnar að hækkun er á verði á flugi milli mánaðanna janúar og febrúar, um 9% að meðaltali. Á samkeppnisleiðum er Icelandair ætíð dýrast og WOW air ódýrast.

Í tilkynningu segir að verð til Kaupmannahafnar og Osló hafi hækkað um 31% og 46% á milli mánaða á meðan verð á flugi til London og Manchester lækkaði umtalsvert.

Af þeim fjórum flugleiðum sem Icelandair flýgur er félagið dýrast í öllum tilvikum. Á þeim leiðum sem WOW air flýgur og er í samkeppni við aðra voru þeir ódýrastir.

Norwegian og SAS bjóða best til Osló, en hafa ber í huga að Norwegian rukka aukalega fyrir farangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×