Handbolti

Kiel fer til Rússlands

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Í morgun var dregið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í handknattleik. Fimm Íslendingalið eru eftir í keppninni.

Evrópumeistarar Kiel mætir hinu sterka rússneska liði Chekhovski Medvedi. Verðugt verkefni fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar.

Lið Dags Sigurðssonar mætir spænska stórliðinu Atletico Madrid. Þórir Ólafsson og félagar í Kielce mæta Pick Szeged.

Guðmundur Árni Ólafsson spilar með Bjerringbro sem mætir Barcelona. Ólafur Gústafsson og félagar í Flensburg spila svo gegn Gorenje Velenje.

Drátturinn:

Bjerringbro-Silbeorg - Barcelona

Ademar Leon - MKB Veszprem

Pick Szeged - Kielce

Celje Lasko - Hamburg

Chekhovskie Medvedi - Kiel

Dinamo Minsk - Metalurg

Atletico Madrid - Füchse Berlin

Gorenja Velenje - Flensburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×