Viðskipti innlent

Hagnaður RARIK eykst milli ára

Hagnaður RARIK eftir skatta á síðasta ári nam rúmum 1.5 milljarði króna. Til samanburðar var hagnaðurinn rúmur milljarður árið á undan.

Rekstrartekjur hækkuðu um tæp 6% frá fyrra ári og voru 11.4 milljarðar króna, en rekstrargjöld lækkuðu á milli ára um 1,4% og voru 8.4 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að horfur í rekstri RARIK á þessu ári séu sambærilegar og á liðnu ári, en afkoman ræðst hins vegar af almennri þróun efnahagsmála, verðlagsþróun og gengi krónunnar. Áætlanir gera ráð fyrir hagnaði af rekstri félagsins í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×