Handbolti

Kjelling á leið til Bjerringbro

Kristian Kjelling.
Kristian Kjelling. nordicphotos/afp
Íslendingaliðið danska Bjerringbro-Silkeborg tilkynnti í dag að það væri búið að semja við norska landsliðsmanninn Kristian Kjelling.

Bjerringbro hefur lengi verið á eftir Kjelling sem leikur með Álaborg í dönsku deildinni.

"Við höfum verið lengi á eftir Kjelling enda hefur hann hæfileika sem hefur vantað í okkar lið. Þetta er maður sem getur gert út um leiki," sagði Carsten Albreksten, þjálfari Bjerringbro.

Guðmundur Árni Ólafsson leikur með liðinu og svo munm Kári Kristján Kristjánsson ganga í raðir félagsins í sumar ásamt Kjelling.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×