Viðskipti innlent

Hagnaður þrotabús Glitnis rúmlega 300 milljónir í fyrra

Hagnaður af rekstri þrotabús Glitnis nam rúmlega 300 milljónum króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 69% miðað við árið á undan.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að eignir þrotabúsins hafi aukist um 5,7% á árinu og voru þær 934 milljarðar króna um síðustu áramót. Skuldir lækkuðu úr 2.700 milljörðum króna og niður í 2.400 milljarða kr. á árinu.

Vitnað er í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis þar sem segir að stjórnin hafi farið fram á leyfi til nauðasamninga hjá Seðlabankanum og bíði enn eftir svari við þeirri beiðni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×