Handbolti

Flensburg marði Balingen án Ólafs

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Óli Gúst var ekki með í dag.
Óli Gúst var ekki með í dag.
Ólafur Gústafsson kom ekki við sögu þegar Flensburg-Handewitt marði eins marks sigur á Balingen-Weilstetten 30-29 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Flensburg var einu marki yfir í hálfleik 15-14.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda en Flensburg var lengst af í seinni hálfleik tveimur til þremur mörkum yfir en Balingen náði að minnka muninn í eitt mark þegar hálf mínúta var eftir. Þá var enn tími fyrir liðin að skora sitthvort markið.

Anders Eggert og Thomas Mogensen skoruðu sjö mörk hvor fyrir Flensburg og Lasse Svan Hansen 6. Florian Billek skoraði sex mörk fyrir Balingen.

Flensburg er í þriðja sæti með 32 stig eftir sigurinn í dag og Balingen er í 12. sæti með 15 stig.

Á sama tíma sigraði Neuhausen Minden 34-28 en Minden saknar Vignis Svavarssonar sem er með slitið krossband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×