Handbolti

Chambery Savoie vann sinn fyrsta sigur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðmundur Árni Ólafsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro-Silkeborg sem tapaði 29-26 fyrir franska liðinu Chambery Savoie í Frakklandi í dag í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Franska liðið vann þar sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Meistaradeildinni en Bjerringbro-Silkeborg er í fjórða sæti C-riðils með 6 stig og stefnir í 16 liða úrslit.

Casper Mortensen skoraði sex mörk fyrir danska liðið og þeir Chris Jörgensen og Lauge Schmidt fimm mörk hvor.

Hjá franska liðinu var Oliver Marroux markahæstur með sex mörk líkt og Timothey Nguessan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×