Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri segir ólíklegt að stýrivextir hækki næstu mánuði

Már Guðmundsson seðlabankastjóri er nokkuð afdráttarlausari í tali um næstu skref í peningamálum í viðtali við Reuters heldur en kom fram við vaxtaákvörðun bankans í síðustu viku.

Í viðtalinu er haft eftir Má að mjög ólíklegt sé að bankinn muni hækka vexti á næstu mánuðum eða jafnvel fram undir lok árs.

Greining Arion banka fjallar um viðtalið í Markaðspunktum sínum en þar segir að ummæli Más bendi ótvírætt til að ólíklegt sé að stýrivextir hækki á næstu mánuðum.

Í viðtalinu kemur fram að Seðlabankinn muni halda áfram inngripum á gjaldeyrismarkaði til þess að tryggja eins litla veikingu krónunnar og mögulegt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×