Handbolti

Anton og Hlynur dæma í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson halda áfram að fá flott verkefni en þeir eru nýkomnir heim frá Spáni þar sem þeir dæmdu meðal annars annan undanúrslitaleikinn á HM í handbolta.

Anton Gylfi og Hlynur munu dæma stórleik Reale Ademar Leon og Montpellier Agglomeration HB í Meistaradeild Evrópu en leikið verður í Leon sunnudaginn 10.febrúar. Bæði lið þurfa á sigri að halda í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitunum.

Anton og Hlynur dæmdu undanúrslitaleik Spánverja og Slóvena á HM í handbolta á Spáni en það var sjötti leikurinn sem þeir dæmdu á heimsmeistaramótinu.

Þetta er annar Meistaradeildarleikurinn sem Anton og Hlynur dæma í riðlakeppninni því þeir dæmdu einnig leik Füchse Berlin og Dinamo-Minsk í lok september.

Guðjón L. Sigursson verður eftirlitsmaður á leik Team Tvis Holstebro og RK Maribor Branik í EHF keppni karla en leikið verður í Holstebro sunnudaginn 10.febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×